4312000 feban@feban.is

Landsmót UMFÍ 50+ var haldið á Ísafirði 9. til 12. júní sl.  Frá FEBAN voru þáttakendur í boccia, pútti og línudönsum.  Línudansarnir okkar voru sigurvegarar og tóku gullið.  Til hamingju með það.

Edda Elíasdóttir stórgolfari sigraði í púttinu í sínum flokki  Til hamingu Edda.

Níu manns tóku þátt í boccia og var árangur með ágætum.

PÚTTIÐ

Púttið hjá FEBAN hófst 19. maí sl. Rúmlega 30 félagar skráðu sig til leiks, en æft er á mánudögum og fimmtudögum frá 13 – 15.  Eitt innanfélagsmót hefur verið haldið.

FEBAN og félag eldri borgara í Borgarbyggð hafa haldið mót á hverju ári og keppt sín á milli.  Í ár verða þrjú mót og það fyrsta fór fram á Hamarsvelli 30. júní sl.  Nítján félagar frá FEBAN tóku þátt í því móti og vannst sigur með einu höggi.  Næsta mót verður nk. fimmtudag 21. júlí hér á Garðavelli.  Við hvetjum alla félagsmenn til að koma og hvetja sitt fólk.

Í innanfélagsmótunum er keppt um þrjá bikara; Maríustyttuna, Guðmundarbikara og Reynisbikara.  Verður gerð grein fyrir því síðar.