4312000 feban@feban.is

Eftirfarandi eru fundargerð Aðalfundar og skipan í ráð og nefndir

Aðalfundur FEBAN haldinn að Kirkjubraut 40 föstudaginn 29.mars 2019

Formaður setti fund og bauð alla velkomna. Sagði óvenju vel mætt á aðalfund.

Lagði hann til að fundarstjóri væri Sigurlaug Inga Árnadóttir og fundarritari væri Bjarni  OV Þóroddsson. Var það samþykkt.

Gestir á fundinum voru; Sveinborgu Kristjánsdóttir, Laufey Jónsdóttir, Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir og Einar Brandsson bæjarfulltrúar.

  • Formaður flytur skýrslu stjórnar. Margir félagar hafa fallið frá á síðasta ári. Formaður minntist sérstaklega fyrrverandi formanns Ingimars Magnússonar, sem var formaður í 5 ár. Hann var afar glaðlyndur maður og þægilegur í allri umgengni. Biður hann menn að rísa úr sætum til minningar um hann og aðra sem fallið hafa frá. Alþingi samþykkti lög um stofnun Öldungaráðs sem tengilið við eldriborgarafélög í hverju sveitarfélagi. Fulltrúa FEBAN eru; Jóna Adolfsdóttir, Jóhannes Ingibjartsson og Elí Halldórsson.
  • Þann25. maí 2018 undirritaði Akranesbær samning við byggingafélagið Besla ehf um byggingu á blokk með félagsaðstöðu á 1.hæð fyrir FEBAN og bílakjallara undir. Byrjað var að grafa fyrir húsinu á nýju ári.
  • Akranesbær afhenti stjórn FEBAN 500.000,-kr. styrk í tilefni af afmæli félagsins. Í tilefni af því var stjórn boðið til samkomu í Bókhlöðunni, þar sem styrkur var formlega afhentur.

Gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins.
Helstu niðurstöðutölur er sem hér segir:
Veltufjármunir           kr. 5.361.447,-
Eignir samtals             kr. 5.870.125,-
Rekstrartekjur            kr. 2.066.217,-
Rekstrarhagnaður      kr.   135.570,-
Höfuðstóll fyrra árs    kr. 5.734.555,-
Nýr höfuðstóll             kr. 5.870.125,-

Reikningar eru sundurliðaðir í ,,Ársskýrslu fyrir starfsárið 2018“.

Endurskoðað af Þjóðbirni Hannessyni og Braga Þórðarsyni  þ. 14.3.2019

Fundastjóri benti á að skýrslur nefnda  væru að finna í heftinu ,, Ársskýsla fyrir  starfsárið 2018“. Þar kemur fram að töluverð starfsemi er á vegum félagsins.

Næst var gengið til kosninga. Viðar gaf kost á sé til formanns næsta starfsár. Óskað var eftir mótframboði til formanns, en ekkert kom og var Víðar því sjálfkjörinn og klappaður upp. Næst var lesin upp tillaga að stjórn og var hún samþykkt með lófaklappi. Stjórn skiptir með sér verkum. Síðan las fundarstjóri upp tillögu að mönnum í nefndir, hverja fyrir sig og bar undir atkvæði. Voru tillögur samþykktar með handauppréttingu í allar nefndir ásamt skoðunarmönnum og tengiliðum við Akranesbæ. Borin var upp tillaga að hækkun félagsgjalda úr 2500 í 3000,-kr. Ekki voru alir tilbúnir að samþykkja það. Hækkun í 3.000,-kr/ár var samþykkt með 46 atkv. á móti 30. Næst ver borið undir atkvæði gjald til LEB (landsambands eldriborgara) var samþykkt 600,-kr/félaga

Gerður Jóhannsdóttir form. Velferðarnefndar bar kveðju frá bæjarstjóra, en hann er lasinn og gat ekki mætt. Sagði hún ánæjulegt hvað mikil starfsemi færi fram á vegum Feban af ýmsum toga. Vonaðist eftir góðu samstarfi við félagið í gegnum nýstofnað  öldungaráð. Sagðist hlakka til að verða sextug svo hún gæti tekið þátt í starfi eldri borgara. Önnur mál: Jóhannes kvaddi sér hljóðs og talaði um nýstofnað Öldungaráð. Það hefur gengið í dálitlu brasi að koma því á, en tókst að lokum. Hann talaði svo um nýja aðstöðu fyrir aldraða og sagði að ekki væri nóg af bílastæðum samkvæmt reglugerð og enn væri eftir að fínpússa skipulag í aðstöðunni, sem er á 1.hæð í áðurnefndri blokk. Fleira ekki rætt. Kaffi á eftir.  BOV

Eftirfarandi voru kosnir í stjórn og nefndir:

Formaður:
Viðar Einarsson
Aðrir í stjórn:
Elí Halldórsson
Jóna Á Adolfsdóttir
Jóhannes Ingibjartsson
Rögnvaldur Einarsson
Til vara:
Bjarni OV Þóroddsson
Helga Haraldsdóttir
Ragnheiður Hjálmarsdóttir
Ólafur Guðmundsson
Ólöf Gunnarsdóttir
Skoðunarmenn reikninga:
Bragi Þórðarson
Þjóðbjörn Hannesson
Til vara:
Sigurjón Hannesson

Húsnefnd:
Ágúst Ingi Eyjólfsson
Bjarni Þóroddsson
Böðvar Þorvaldsson
Eiríkur Hervarðsson
Elsa Ingvarsdóttir
Georg Einarsson
Kristbjörg Pétursdóttir
Kristrún Líndal Gísladóttir
Þóra Elísabet Hallgrímsdóttir

Kórnefnd:
Ágúst Ingi Eyjólfsson
Rögnvaldur Einarsson
Ragnhildur Theódórsdóttir
Sigurlaug Inga Árnadóttir

Menningar- og fræðslunefnd:
Guðmundur Kristjánsson
Hulda Sigurðardóttir
Sigurbjörg Halldórsdóttir
Sesselja Einarsdóttir
Sigurlaug Inga Árnadóttir
Steingrímur Bragason

Íþróttanefnd:
Ásgeir Samúelsson
Baldur Magnússon
Edda Elíasdóttir
Eiríkur Hervarðsson
Hilmar Björnsson
Silvía Georgsdóttir
Þorvaldur Valgarðsson
Þóra Elísabet Hallgrímsdóttir

Skemmtinefnd:
Guðný Aðalgeirsdóttir
Kristrún Líndal Gísladóttir
Ólöf Gunnarsdóttir
Ragnheiður Hjálmarsdóttir
Rögnvaldur Einarsson
Sigríður Eiríksdóttir
Sigríður  Sigurðardóttir
Þjóðbjörn Hannesson

Tengiliðir við Akranes
(Skv. Húsnæðissamningi)
Jóhannes  Ingibjartsson
Ólafur Guðmundsson