4312000 feban@feban.is
Framhaldsaðalfundur FEBAN

Framhaldsaðalfundur FEBAN

Framhaldsaðalfundur og fundur um húsnæðismál verður haldinn í sal félagsins að Kirkjubraut 40 föstudaginn 31. mars 2017 kl. 14:00

Aðalfundur FEBAN

Boðað er til aðalfundar föstudaginn 17. mars og hefst hann kl. 15:30.

Dagskrá er samkvæmt lögum félagsins.

Þá liggja fyrir tillögur um breytingar á lögum er varðar dagskrá aðalfundar og skipan stjórnar og nefnda.

Einnig eru tillögur að lagabreytingum til kynningar á Kirkjubraut 40.

Stjórnin.

Tölvunámskeið f. byrjendur

Tölvunámskeið f. byrjendur

Snjallsíma og spjaldtölvunámskeið

 

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig er hægt að tengja snjallsíma og spjaldtölvur á þráðlaus net, hvað þarf að varast í þeim efnum og hvað sé þægilegt að gera.

Farið verður yfir hvernig sækja á öpp (smáforrit) og hvaða öpp eru vinsæl í dag og gott að vita af. Einnig verður farið yfir grunnstillingar snjallsímanna og spjaldtölvanna.

 

Námskeiðið verður í skipt í tvennt. Annað námskeiðið er fyrir þá sem eru með spjaldtölvur frá Apple (iPad) og iPhone en hitt er fyrir þá sem eru með Android (Samsung, LG, Sony, HTC og fleiri). Hikið ekki við að hafa samband ef þið vitið ekki hvaða tæki þið eruð með.

 

Kennari er Sigurjón Jónsson.

 

Kostnaður er 2.400 kr á mann og lágmarksþátttaka eru 10 manns.