Menningarmál
Vetrarstarf Fífunnar 2017 – 2018 hefst miðvikudaginn 20. september.
Lestrarstundir verða fyrsta og þriðja miðvikudag hvers mánaðar á Kirkjubraut 40.
Kl. 13:00 Lestur úr Bárðarsögu Snæfellsáss og spjall um efnið.
Kl. 14:00 Verður lesin sakamálasagan Snjóblinda eftir Ragnar Jónasson,
sem er ein af Siglufjarðarsögum Ragnars.
Kl. 15:00 Kaffi – Verð kr. 250 á mann.
Eftir kaffi verður efni af ýmsu tagi, s.s. ljóðalestur, smásögur, frásagnir og ef til vill myndasýning.
Samverustundinni lýkur kl. 16:00.
Allir eru velkomnir og fólki frjálst að koma og fara eins og því hentar.
Menningar- og fræðsluefnd FEBAN