4312000 feban@feban.is
Tölvunámskeið f. byrjendur

Tölvunámskeið f. byrjendur

Snjallsíma og spjaldtölvunámskeið

 

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig er hægt að tengja snjallsíma og spjaldtölvur á þráðlaus net, hvað þarf að varast í þeim efnum og hvað sé þægilegt að gera.

Farið verður yfir hvernig sækja á öpp (smáforrit) og hvaða öpp eru vinsæl í dag og gott að vita af. Einnig verður farið yfir grunnstillingar snjallsímanna og spjaldtölvanna.

 

Námskeiðið verður í skipt í tvennt. Annað námskeiðið er fyrir þá sem eru með spjaldtölvur frá Apple (iPad) og iPhone en hitt er fyrir þá sem eru með Android (Samsung, LG, Sony, HTC og fleiri). Hikið ekki við að hafa samband ef þið vitið ekki hvaða tæki þið eruð með.

 

Kennari er Sigurjón Jónsson.

 

Kostnaður er 2.400 kr á mann og lágmarksþátttaka eru 10 manns.

Þorrablót

Þorrablót

Þorrablót eldri borgara á Akranesi, Borgarnesi og nágrenni verður haldið að Kirkjubraut 40, Akranesi, föstudaginn 20. janúar 2017 kl. 19:00 til 24:00

Húsið opnað kl. 18:30

Miðar verða seldir að Kirkjubraut 40 og í Borgarnesi mánudaginn 16. janúar frá kl. 14 – 16.

Fyrstir koma fyrstir fá.

Matur skemmtiatriði dans

Miðaverð kr. 6500,-

Upplýsingar í síma 431 2184

Skemmtinefnd.

HLJÓMUR kór FEBAN

Fyrsta æfing ársins verður á þriðjudag kl. 16:15 í sal FEBAN að Kirkjubraut 40.
Nýir félagar eru velkomnir í hópinn.

Opinn kynningarfundur um fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun 2017

Skipulags- og umhverfisráð fundaði með formönnum aðildarfélaga ÍA um forgangsröðun í fjárfestingum vegna íþróttamannvirkja vegna fjárhagsáætlunar næstu ára hjá Akraneskaupstað.

Nk. fimmtudag 8. desember kl. 17:00 verður opinn kynningarfundur í bæjarþingsalnum um fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun 2017. FEBAN hvetur alla félagsmenn sína til að mæta og heyra um hvað fer í framkvæmdir og fjárfestingar hjá þriðju kynslóðinni (60 ára og eldri), sem er 19,4% íbúanna og 25% kjósenda.

JÓLAHLAÐBORÐ Á HÓTEL ÖRK 2016.

JÓLAHLAÐBORÐ Á HÓTEL ÖRK 2016.

Rútuferð frá Skútunni, fimmtudag 8. desember kl. 14:00.
Rútuferð til baka, föstudag 9. desember kl. 11:00
Fargjald er 3.000 kr. á mann greiðist inn á bankareikning
0186-26-009500

HEYRNAHJÁLP

HEYRNAHJÁLP

OPINN FUNDUR.

Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar- félags heyrnarskertra á Íslandi-  mun kynna sögu félagsins og baráttumál,  miðvikudaginn 14. desember kl 15:00.

Fundurinn, sem er öllum opinn, verður að Kirkjubraut 40 í sal Félags eldri borgara á Akranesi og nágrenni. Vonumst til að sjá sem flesta.

Upplýsingar um félagið :

Heyrnarhjálp er landssamtök þeirra sem eru heyrnarskertir, hafa misst heyrn að hluta eða alveg, þeirra er þjást af eyrnasuði og öðrum vandamálum er snúa að heyrn.
Að félaginu koma líka aðstandendur og aðrir áhugamenn um málefni heyrnaskertra.
Félagið var stofnað 14. nóvember árið 1937.
Nokkur af markmiðum Heyrnarhjálpar:
• að gæta hagsmuna félagsmanna • að efla skilning innan félagsins og utan á heyrnarfötlun
• að hvetja til heyrnarverndar
• að fylgjast með framförum og nýjungum, efla notkun hjálparbúnaðar og þar með að bæta aðgengi heyrnarskertra að samfélaginu
• að viða að okkur fræðsluefni er tengist heyrnarfötlun
• að gefa út Fréttabréf með fræðslu og kynningarefni
• að gefa út bæklinga af ýmsu tagi