4312000 feban@feban.is

Vatnsleikfimi

Vatnsleikfimin byrjar þriðjudaginn 12. september

                        TÍMATAFLA

                 Þriðjudag         Fimmtudag
                       50 min                40 min

Hópur 1     9:55 – 10:45       11:20 – 12:00

Hópur 2   10:45 – 11:35      12:00 – 12:40

Hópur 3   12:20 – 13:10      12:40 – 13:20

Þeir sem voru með í vor eru sjálkrafa skráðir áfram

En þeir sem ættla að fá að hætta verð að láta okkur vita
Bestu kveðjur

Vigdís – sími: 897-5135
Júlíanna – sími: 848-3111

Fyrsta kóræfing vetrarins

Fyrsta kóræfing Hljóms, kórs eldriborgara verður haldin þri. 5. sept. kl. 16 á sal félagsins að Kirkjubraut 40

Hlakka til að sjá ykkur öll. Kórstjóri.

Fundur Stjórnar og Nefnda

Sameiginlegur fundur stjórnar og nefnda félagsins sem halda átti fimmtudaginn 31. ágúst n.k. er frestað vegna óviðráðalegra orsaka.

Þess í stað veðrur hann haldin miðvikudaginn 6. sept. kl. 14 á sal félagsins að Kirkjubraut 40.

Stjórnin

Framhaldsaðalfundur FEBAN

Framhaldsaðalfundur FEBAN

Framhaldsaðalfundur og fundur um húsnæðismál verður haldinn í sal félagsins að Kirkjubraut 40 föstudaginn 31. mars 2017 kl. 14:00

Aðalfundur FEBAN

Boðað er til aðalfundar föstudaginn 17. mars og hefst hann kl. 15:30.

Dagskrá er samkvæmt lögum félagsins.

Þá liggja fyrir tillögur um breytingar á lögum er varðar dagskrá aðalfundar og skipan stjórnar og nefnda.

Einnig eru tillögur að lagabreytingum til kynningar á Kirkjubraut 40.

Stjórnin.

Tölvunámskeið f. byrjendur

Tölvunámskeið f. byrjendur

Snjallsíma og spjaldtölvunámskeið

 

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig er hægt að tengja snjallsíma og spjaldtölvur á þráðlaus net, hvað þarf að varast í þeim efnum og hvað sé þægilegt að gera.

Farið verður yfir hvernig sækja á öpp (smáforrit) og hvaða öpp eru vinsæl í dag og gott að vita af. Einnig verður farið yfir grunnstillingar snjallsímanna og spjaldtölvanna.

 

Námskeiðið verður í skipt í tvennt. Annað námskeiðið er fyrir þá sem eru með spjaldtölvur frá Apple (iPad) og iPhone en hitt er fyrir þá sem eru með Android (Samsung, LG, Sony, HTC og fleiri). Hikið ekki við að hafa samband ef þið vitið ekki hvaða tæki þið eruð með.

 

Kennari er Sigurjón Jónsson.

 

Kostnaður er 2.400 kr á mann og lágmarksþátttaka eru 10 manns.

Þorrablót

Þorrablót

Þorrablót eldri borgara á Akranesi, Borgarnesi og nágrenni verður haldið að Kirkjubraut 40, Akranesi, föstudaginn 20. janúar 2017 kl. 19:00 til 24:00

Húsið opnað kl. 18:30

Miðar verða seldir að Kirkjubraut 40 og í Borgarnesi mánudaginn 16. janúar frá kl. 14 – 16.

Fyrstir koma fyrstir fá.

Matur skemmtiatriði dans

Miðaverð kr. 6500,-

Upplýsingar í síma 431 2184

Skemmtinefnd.